Smækka letur Stækka letur
Lokaskýrsla þróunarverkefnisins Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum.

Lokaskýrsla þróunarverkefnisins Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum var kynnt í mennta- og menningamálaráðuneytinu 19. mars 2010 að viðstöddu fjölmenni. Katrín Jakobsdóttir Menntamálaráðherra ávarpaði samkomuna og sagði mikilvægt að sérstaklega verði hugað að jafnréttisstarfi í skólum, hér væri því ekki verið að kynna lokaskýrslu heldur áfangaskýrslu.

Samantekið má segja að verkefnið hafi styrkt viðhorf nemenda sem þátt tóku í verkefnum grunnskólanna ef frá eru talin viðhorf til verkaskiptinga hjóna á heimili. Stelpurnar voru almennt jafnréttissinnaðri en strákarnir og viðhorf nemenda til jafnréttis voru breytileg eftir skólum.

Í ljós kom að verulega skortir á kynjafræðiþekkingu kennara en forsenda markvissrar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum eru vel menntaðir kennarar á þessu sviði. Kynjafræðin þarf að vera skyldunámsgrein í kennaramenntun og koma sterkar inn í endurmenntun kennara.

Brýnt er að menntamálaráðuneytið axli sína ábyrgð og sinni eftirlits- og ráðgjafarhlutverki sínu. Gera þarf faglega úttekt á jafnréttisfræðslu í skólum en vitað er að víða í skólakerfinu er mikið verk að vinna við mótun jafnréttisstefnu í samræmi við lög og opinber markmið. Skólayfirvöld sveitarfélaganna þurfa líka að sinna sínum skyldum og styðja skólana við jafnréttisfræðsluna.

Lokaskýrsluna má nálgast í heild sinni hér.Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."