Smækka letur Stækka letur

Jafnréttisstefna leikskóla Seltjarnarness

Leikskólarnir Mánabrekka og Sólbrekka eru fyrstu vinnustaðirnir á vegum Seltjarnarnesbæjar sem gefa út jafnréttisstefnu. Jafnréttisstefnan er unnin af fagmennsku og með ríkri þátttöku starfsfólks leikskólanna. Unnin var starfendarannsókn þar sem greint var frá hvort viðmót og samskipti við börnin, milli barnanna innbyrðis, starfsfólks innbyrðis og samskipti við foreldra væru byggð á jafnréttisgrunni. Athygli var sérstaklega beint að kynjamun og staðalímyndum í samfélaginu. Þá leggja leikskólarnir áherslu á mikilvægi þess að jafnræðis sé gætt í uppeldi og skólastarfi frá upphafi og að sömu kröfur séu gerðar til beggja kynja, þannig fá allir sín sem best notið.Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."