Smækka letur Stækka letur

Jafnréttisstefna leikskóla Kópavogs

Markmið: Að stuðla að jafnrétti á sem víðtækustum grunni í leikskólum Kópavogs. Jafnréttisstefna nær til námskrár leikskóla Kópavogs, starfsmannastefnu og samvinnu við foreldra.

Gengið er út frá eftirfarandi grundvallaratriðum:
1. Samstaða og jákvæð samskipti/samvinna kynja er leið til jafnréttis
2. Stúlkur og drengir eiga sama rétt og hafa sömu skyldur
3. Karlar og konur eiga sama rétt og hafa sömu skyldur

Jafnréttisstefnan á við um börn, foreldra og starfsfólk

Börn og nám þeirra

Í leikskólum Kópavogs:

Skal mæta þörfum sérhvers barns óháð kyni. Tryggja ber að drengir og stúlkur hafi sama rétt, fái sama viðmót og njóti sömu hvatningar og örvunar til að taka þátt í öllum þeim viðfangsefnum sem leikskólinn býður upp á
Skal stuðla að vináttu, samleik og jákvæðum samskiptum stúlkna og drengja
Skal stuðlað að því viðhorfi að eðlilegt sé að bæði drengir og stúlkur leiki sér með allt leikefni og taki þátt í öllum leikjum
Skal unnið gegn þeirri tilhneigingu að skipta veröldinni upp í drengi/karla og stúlkur/konur
Skal leitast við að tryggja að börnin upplifi að bæði karlar og konur starfi í leikskólum og að bæði kyn vinni þar hin ýmsu verk
Skal leitast við að tala ókynbundið til barnanna, nota heldur orðið börn eða krakkar en stúlkur og drengir. Varast ber að nota hugtök sem upphefja eða niðurlægja annað kynið.
Skal stuðlað að því að börn upplifi það eðlilegt að bæði kyn vinni hin ýmsu störf í samfélaginu og innan heimilanna
Skal þess gætt að ýta ekki undir staðalímyndir og að jafnvægi sé á milli þeirra kynjafyrirmynda og hugmynda sem birtast í textum og bókum
Skal leitast við að hafa sem jafnasta kynjaskiptingu á deildum

Foreldrar

Í leikskólum Kópavogs:


Skal gæta þess að beina samskiptum að og orðum til bæði feðra og mæðra, hvort sem þau eru í sambúð eða ekki.
Skulu feður og mæður hvött til að taka þátt í foreldrasamstarfi

Starfsmenn

Í leikskólum Kópavogs:


Skal
stuðlað að því að þar starfi karlar jafnt og konur og að verkaskipting sé ekki kynbundin.
Skulu auglýsingar eftir starfsfólki vera ókynbundnar. Eru karlar í minnihluta og skulu þeir því ganga fyrir um ráðningar í störf séu umsækjendur jafnhæfir.
Er ætlast til þess að feður jafnt og mæður taki á sig fjarveru frá vinnu vegna eigin barna.
Skal vera á verði gagnvart því sem starfsmaður, karl eða kona getur skynjað sem kynferðislegt áreiti. Skal temja sér orðfæri sem höfðar jafnt til beggja kynja.
Skal stuðlað að umræðum um jafnréttismál og unnið gegn því að litið sé á störf í leikskólunum sem kvennastörf.Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."