Smækka letur Stækka letur

Sóley Tómasdóttir
soley.tomasdottir[at]reykjavik.is
 

Sóley Tómasdóttir býður upp á fyrirlestra fyrir starfsfólk í uppeldis- og menntastofnunum um mikilvægi kynjaðs uppeldis. Í fyrirlestrunum útskýrir hún kynjað kerfi samfélagsins, hvernig það horfir við börnum og hvaða áhrif það getur haft, enda ljóst að viðfangsefni, áhugamál, menntun og störf í samfélaginu eru afar kynbundin. Í fyrirlestrunum dregur Sóley fram þann raunveruleika sem börn alast upp við, hvaða áhrif hann hefur og hvernig uppalendur geta í sínu starfi brugðist við, eflt sjálfstraust barnanna og gagnrýna hugsun og þannig gert þau reiðubúnari til að sporna gegn stöðluðum ímyndum kynjanna. Fyrirlesturinn tekur u.þ.b. 90 mínútur með umræðum.

Sóley er með BA-próf í uppeldis- og menntunarfræðum og hef verið virk í jafnréttisbaráttunni frá því hún man eftir sér. Hún starfa nú sem varaborgarfulltrúi, en var áður deildarstýra barnastarfs í frístundamiðstöðinni Miðbergi á vegum Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar.Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."