Smækka letur Stækka letur
Úr viðjum vanans
Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður
Netfang: halla[at]mbl.is
Tími: 1 1/2 klst.

Í fyrirlestrinum kynnir Halla Gunnarsdóttir fræðsluefni og tillögur að námsefni fyrir grunnskóla um kynmótun og kynferðislegt ofbeldi.
Því miður er það svo hérlendis sem í öðrum löndum að óhugnanlega mörg börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi. Óbirt íslensk rannsókn leiddi í ljós að 23% stelpna og 8% drengja eru misnotuð kynferðislega fyrir 18 ára aldur.
Það þýðir að í þrjátíu barna bekk með jöfnu kynjahlutfalli mætti ætla að þrjár til fjórar stúlkur og einn drengur séu fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Auk þess er mörgum íslenskum unglingum, aðallega stúlkum, nauðgað á ári hverju. Vegna þeirrar staðreyndar að skömmin býr hjá fórnarlambinu frekar en ofbeldismanninum er það svo að fæst þessara vandamála rata upp á yfirborðið.

Tilgangurinn með verkefninu er að fræða kennara um þennan erfiða málaflokk enda er grunnskólinn eina stofnunin sem hefur möguleika á að ná til heilu kynslóðanna. Með bættri fræðslu má greiða þolendum leið til þess að segja frá ofbeldi sem þessu og um leið koma skýrum skilaboðum á framfæri til hugsanlegra gerenda.

Halla býður enn upp á fyrirlestur fyrir grunnskólakennara eða aðra sem áhuga hafa. Fyrirlesturinn tekur eina og hálfa klukkustund að meðtöldum umræðum. Farið er yfir umfang og eðli kynferðislegs ofbeldis, lög um tilkynningarskyldu fagstétta og lagðar fram hugmyndir um hvernig kennarar geta staðið að kennslu um kynferðislegt ofbeldi.
Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."