Smækka letur Stækka letur

Gengi Hjallabarna í grunnskóla: Hefur kynjaskipt leikskólastarf áhrif á færni, líðan og viðhorf stúlkna og drengja þegar í grunnskóla er komið? Ritgerðin er meistaraprófsverkefni Margrétar Pálu Ólafsdóttur sem hún lagði fram til fullnaðar M.Ed. gráðu í uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskóla Íslands.

Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar er fædd árið 1957 og uppalin á Hólsfjöllum og síðar á Akureyri. Margrét útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands árið 1981, en hafði þá um tíma starfað á leikskóla sem ófagmenntaður starfsmaður auk þess að hafa haft afskipti af stjórnmálum.
Nýútskrifuð tók hún til starfa á Hagaborg en 1982 gerðist hún leikskólastjóri í Steinahlíð þar sem grunnatriði þeirrar uppeldisstefnu sem síðar varð Hjallastefnan tóku að þróast. Eftir að Margrét hætti störfum í Steinahlíð árið 1987 starfaði hún um eins árs bil við Dagvistarráðgjöfina sem var sjálfstætt rekið ráðgjafarfyrirtæki. Árið 1989 var Margrét ráðin leikskólastjóri á nýjan leikskóla í Hafnarfirði, Garðavelli, sem fljótlega fékk gælunafnið Hjalli. Á Hjalla tók Margrét ásamt starfsfólki til við að móta nýstárlega starfshætti s.s. að skipta börnum á deildir eftir kyni, að nota náttúrulegt leikefni í stað hefðbundinna leikfanga og að leggja áherslu á aga og jákvæðni í samskiptum. Þóttu þessir nýju starfshættir ögrandi og stóð talsverður styrr um leikskólann fyrsta starfsárið, en hin síðari ár hefur Hjallastefnan verið að ryðja sér æ meir til rúms bæði á Íslandi og erlendis og eru nú 14 leik- og grunnskólar hér á landi sem nota Hjallastefnuna að hluta til eða í heild. Árið 1996 útskrifaðist Margrét Pála frá framhaldsdeild Fósturskóla Íslands með B.Ed gráðu í stjórnun og árið 2000 lauk hún meistaragráðu í uppeldis og menntafræði frá Kennaraháskóla Íslands. Margrét Pála stofnaði árið 2000 fyrirtækið Hjallastefnuna ehf. sem rekur nú 12 leik- og grunnskóla á grunni þjónustusamninga við sveitarfélög. Margrét Pála hlaut árið 1997 Jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs og ráðherra jafnréttismála fyrir Hjallastefnunna. Hún hefur síðan hlotið fjölda viðurkenninga fyrir frumkvöðlastarf sitt í skólamálum meðal annars hina íslensku Fálkaorðu.
Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."