Smækka letur Stækka letur

Orðræður um kyngervi, völd og virðingu í unglingabekk
er M.A. ritgerð Berglindar Rósar Magnúsdóttur í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Leiðbeinandi var Dr. Guðný Guðbjörnsdóttir.

Berglind Rós er nú í doktorsnámi við Háskólann í Cambridge í Englandi. Hún lauk meistaranámi til 60 eininga í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ 2003 og B.Ed námi frá Kennaraháskóla Íslands 1998.

Berglind hefur sinnt stundakennslu við KHÍ og HÍ og var aðjúnkt við HÍ veturinn 2004 - 2005. Hún var jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands frá nóvember 2003 til júlíloka 2005. Berglind hefur einnig kennt í grunnskóla en hún kenndi við Grunnskólann á Þórshöfn á vorönn 1999 út skólaárið 2001 og Lundarskóla í Öxarfirði 1992 - 1994. 

Berglind hefur flutt erindi og skrifað fjölda greina um jafnréttismál og hér má finna það helsta.

Ritrýndar greinar
Berglind Rós Magnúsdóttir (2002). Hvar er drottningin? Orðræðan um kynfrumur og kynfæri mannsins í fræðitextum og kennslubókum. Uppeldi og menntun, 11, 263-278

Bókakaflar
Berglind Rós Magnúsdóttir (2005). „Ég veit alveg fullt af hlutum en …“ Hin kynjaða greindarorðræða og birtingarmyndir hennar meðal unglinga í bekkjardeild. Arna H. Jónsdóttir, Steinunn Helga Lárusdóttir og Þórdís Þórðardóttir (Ritstj.), Kynjamyndir í skólastarfi (171-196). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Berglind Rós Magnúsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir (2005). Er grunnskólinn kvenlæg stofnun? Í Arna H. Jónsdóttir, Steinunn Helga Lárusdóttir og Þórdís Þórðardóttir (Ritstj.), Kynjamyndir í skólastarfi (149-170). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Þorgerður Einarsdóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir (2005). Karlar í útrýmingarhættu? Um stöðu kvenna og karla í framhaldsskólum og háskólum. Í Arna H. Jónsdóttir, Steinunn Helga Lárusdóttir og Þórdís Þórðardóttir (Ritstj.), Kynjamyndir í skólastarfi. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Annað birt efni
(2005). Hvað er vænlegt til valda? Drengjamenning og karlmennska í skólum. Uppeldi, 18(2), 56-57.

(2005). Hverju hafa jafnréttislög, -nefndir og -fulltrúar skilað okkur? 19. júní, 54, 13-14.

(2004). Drengjamenning í skólum: Margbreytileg karlmennska. 19. júní, 53, 54-55.

(2004). Hugleiðingar um kvenleika og húmor. Vera 23(2), 14-28.

(2004). Ógnin sem stafar af kvenkennurum. Skólavarðan 4(5), 5-7.

(2002). Kynhlutverk í sögum fyrir unga lesendur. Uppeldi, 15(5), 44-46.

Óbirt efni
(2003). Orðræður um kyngervi, völd og virðingu í unglingabekk, (Óbirt meistararitgerð).
Reykjavík, Háskóli Íslands.

(2003). Minnihlutahópar, kynferði og jafnrétti. (Skýrsla unnin fyrir Reykjavíkurborg og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.).

(2002). Umfjöllun um kynferði og jafnrétti í aðalnámskrám grunnskólans (Óbirt skýrsla), Reykjavík: Háskóli Íslands.

(1998). Lausnir þrauta: Leið til skilnings, frumkvæðis og sköpunar í stærðfræðinámi,
(Óbirt B.Ed.-ritgerð). Reykjavík, Kennaraháskóli Íslands.

Erindi
2008

6. júní: School choice policies and their role in producing classed and racial segregation in the American school system. Erindi haldið á ráðstefnunni Kaleidoscope í Cambridge Englandi.

2006
27. október: Jafnrétti sem árangursviðmið í skólastarfi: Umfjöllun um matskerfi með jafnrétti og námsárangur að leiðarljósi. Erindi haldið á 7. ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum, HÍ.

20. október: Leiðtogar í unglingabekk. Áhrif viðtekinna kynjahugmynda og menningarauðs á námshegðun, námsárangur og valdastöðu. Erindi á ráðstefnu Hjallastefnunnar: Í átt til jafnréttis, Hótel Selfossi.

2005
31. mars: Construction of girls’ power and leadership in teenage classrooms. Erindi haldið á ráðstefnunni Gender and Education – 5th International Conference haldið af Gender and Education Association (GEA) í Cardiff.

24. febrúar: Karlmennska og drengjamenning: Frumkvæði, snilld og valdabarátta. Erindi á ráð¬stefn¬unni Drengja¬menning í grunnskólum: Áhrif – afleiðingar – aðgerðir, á Grand Hótel Reykjavík.

22. febrúar: Ásamt Hildi Jónsdóttur. Samþætting jafnréttissjónarmiða: Hvernig gerum við einfalt mál flókið – og flókið mál einfalt? Erindi á námskeiði fyrir stjórnendur í Háskóla Íslands sem bar yfir¬skrift¬ina: Leiðbeiningar um gerð jafnréttisáætlana og samþættingu jafnréttissjónarmiða.

5. febrúar: Mennt er máttur: Staða og þróun jafnréttis í menntamálum. Erindi á afmælisþingi Kven-réttinda¬félags Íslands í Ráðhúsi Reykjavíkur sem bar yfirskriftina: Hvað hefur áunnist í jafnréttismálum síðan á kvennafrídeginum 1975?

2004
18. nóvember: Kyngervi, völd og virðing í unglingabekk: Eru stelpurnar að taka yfir? Erindi haldið í árlegri fyrirlestrarröð rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum í Odda.

5. nóvember: Leiðtogaraddir meðal unglinga í bekkjardeild. Erindi á ráðstefnunni Ungir íslendingar í ljósi vísindanna, sem haldin var af umboðsmanni barna og rektor HÍ í Háskóla Íslands.

3. júní: Construction of power and leadership in teenage classrooms. Erindi haldið á ráðstefnu í Helsinki sem bar yfirskriftina Multiple Marginalities.

24. maí: „Femínísering“ skóla – orsök drengjavandans? Erindi um drengi í skólum haldið á Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur í Iðnó.

15. maí: Minnihlutahópar, kynferði og jafnrétti. Fyrirlestur haldin á málþingi Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni Minnihlutahópar, kynferði og jafnrétti. Málþingið var haldið á Hótel Borg.

16. apríl: Jafnrétti í nútíð og framtíð: Um jafnréttisstarf í Háskóla Íslands. Erindi á málþingi um jafnréttismál í HÍ.

5.-6. mars: Drengjamenning, karlmennska og völd í grunnskólanum. Erindi á ráðstefnunni Möguleikar karlmennskunnar: Karlmennskur í fortíð, nútíð og framtíð. Ráðstefna um karlarannsóknir á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands.

2003
22. nóvember: Orðræður um kyngervi, völd og virðingu í unglingabekk. Erindi á ráðstefnunni Gróska og margbreytileiki í KHÍ sem haldin var af FUM, Félagi um menntarannsóknir.

2002
17. mars: Hvar er drottiningin? Orðræðan um kynfrumur og kynfæri mannsins í fræðitextum og kennslu-bókum. Erindi á ráðstefnunni Konur í vísindum. HaldiðJafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."