Smækka letur Stækka letur


Gátlisti fyrir leikskólakennara vegna jafnréttis í leikskólum.
Til umhugsunar og umræðu

Myndir og upplýsingar á veggjum:
• Eru konur og karlar sýnd sem staðlaðar kynímyndir?
• Eru konur og karlar sýnd sem virkir þátttakendur en ekki aðeins í bakgrunni?
• Eru karlar og konur sýnd jafnt í hinum ýmsu störfum?
• Eru verk drengja og stúlkna jafn rétthá og jafnáberandi á veggjum?

Bækur og textar:
• Eru kynímyndir staðlaðar í sögum/bókum/textum sem lesnar eru fyrir börnin?
• Er jafnvægis milli kynja gætt í þeim fyrirmyndum sem birtast t.d. í bókum og söngvum (t.d. að bæði feður og mæður búi til mat og prinsar og prinsessur bjargi hvort öðru)
• Eru lesnar bækur/sögur/textar þar sem karlar og/eða konur eru í óhefðbundnum kynhlutverkum?
• Er fjallað í bókum/sögum/textum um vináttu og leik barna af sitt hvoru kyni?
 Sýna bækur og textar jákvæða mynd bæði af konum og körlum.

Skipulagning húsnæðis og dagsins: 
• Er þess gætt að stelpur og strákar hafi tækifæri til að leika sér og vinna saman og mynda vináttutengsl?
• Höfðar leikfangakostur leikskólans til beggja kynja?

Samskipti og framkoma við börn:
• Er talað á sama hátt til stelpna og stráka?
• Er oft talað til “stráka” og “stelpna” eða er talað til barna?
• Eru strákar ávarpaðir með nafni (sem einstaklingur) og stelpur sem hópur? (“Hvað heldur þú Sigurður?”  “En þú Helgi?” “Hvað segið þið stelpur?”)
• Er tekið á því ef annað kynið yfirgnæfir hitt t.d. við ákveðnar aðstæður?
• Fá stelpur og strákar jafn mikla hvatningu fyrir bæði “hörð” og “mjúk” verkefni og leiki?
• Er hvatt til þess að drengir og stúlkur séu jafn hjálpsöm hvort við annað?
• Er ólíkt tekið á stúlkum og drengjum varðandi yfirgangsemi eða hlédrægni?
• Fá stelpur og strákar jafn mikla hvatningu varðandi snyrtimennsku og tiltekt?
• Fá stelpur og strákar álíka mikla athygli?
• Eru stelpur og strákar ámóta virk t.d. í umræðum?
• Fá stelpur og strákar ámóta gagnrýni og eru gerðar eins kröfur til þeirra?
• Er notað málfar sem upphefur eða niðurlægir annað kynið? (s.s. “drengilegur”, “kerlingarbækur”, “að skipta bróðurlega, stelpustrákur, strákastelpa” o.s.frv.

Foreldrasamstarf:
• Er hringt jafn oft í feður og mæður varðandi börnin t.d. ef þau veikjast í leikskólanum?
• Fá feður og mæður jafn mikla hvatningu til að mæta á foreldrafundi/foreldraviðtöl eða taka þátt í öðru því sem ætlað er foreldrum?
• Fá feður og mæður jafna hvatningu til að taka setu í foreldraráði/stjórn
• Höfða auglýsingar og upplýsingar til foreldra jafnt til feðra og mæðra?
Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."