Smækka letur Stækka letur

Samantekt á jafnréttisfræðsluefni unnin af Öglu Maríu Jósepsdóttur.

Í þessari skýrslu er tekið saman jafnréttisfræðsluefni sem til er hér á landi frá leikskóla og upp í framhaldsskóla. Ekki er um tæmandi lista að ræða heldur efni sem fannst við gagnaöflun í október og nóvember 2007.

Fyrst er tekið saman fræðilegt samhengi til þess að betur sé hægt að átta sig á mikilvægi þess að fræðsluefni eins og hér um ræðir sé nýtt í skólum landsins. Þá er fjallað um efnið eftir skólastigum, þ.e.a.s. hvaða efni tilheyrir hvaða stigi. Einnig eru nokkrar megin nálganir í efninu skoðaðar. Að lokum er svo að finna viðauka þar sem efninu er raðað eftir skólastigum og fylgir þar örlítil umfjöllun hverju efni fyrir sig.Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."