Smækka letur Stækka letur


Jafnréttisgátlisti Námsgagnastofnunar fyrir höfunda og starfsfólk
Aldís Yngvadóttir ritstjóri tók saman 30. maí 2008.

• Námsefni skal stuðla að mannréttindum og jafnrétti manna. Það skal vera laust við fordóma, t.d. um búsetu, fötlun, kyn, kynhneigð, kynþætti, stétt eða trúarbrögð. Leitast skal við að vinna gegn hvers konar viðhorfum sem hvetja til misréttis eða viðhalda því.
• Forðast ber að mismuna kynjum eða fjalla með einhliða hætti um hlutverk kynjanna. Leitast skal við eftir megni að ámóta fjöldi dæma sé tekinn af hvoru kyni, að áhugamálum beggja kynja sé gert jafnhátt undir höfði og að drengir og stúlkur séu ekki eingöngu sýnd í svokölluðum hefðbundnum hlutverkum.

Námsefni sem Námsgagnastofnun gefur út þar sem fjallað er um jafnrétti að hluta eða öllu leyti

Barnasáttmálinn (útg. 2008)
Um Barnasáttmála SÞ. Tvö veggspjöld og bæklingur. Í samstarfi við Barnaheill og umboðsmann barna.
 
Allir eiga rétt (útg. 2007)
Vefur með kennsluhugmyndum um mannréttindi, jafnrétti o.fl. Í samstarfi við UNICEF Ísland.

Borgaravitund og lýðræði (útg. 2005)
Vefur með kennsluhugmyndum. Í samstarfi við menntamálaráðuneytið.

Jafnréttishandbókin (útg. 2000)
Höf. Hafsteinn Karlsson og Stefanía Traustadóttir

Sagan af Sylvíu og Darra – leikin mynd (útg. 2000)

Ég er bara ég (útg. 2000) – ásamt kennsluleiðbeiningum á vef
Höf. Ádís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson

Kynlega klippt og skorið (útg. 2001)
Höf. Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson

Leið þín um lífið – Siðfræði fyrir ungt fólk (útg. 2002)
Þýtt úr þýsku: Stefán Jónsson. Vinnublöð á vef (útg. 2008). Ísl. þýðing: Skúli Pálsson.

Þjóðfélagsfræði (útg. 2001)
Höf. Garðar Gíslason

Lífsgildi og ákvarðanir – kynfræðsla (útg. 1991)
Þýtt úr ensku

Margt er um að velja – náms-og starfsfræðsla á vef (útg. 2004)
Berglind Helga Sigurþórsdóttir og Helga Helgadóttir

Réttindi mín, 1.–3. hefti – um Barnasáttmála SÞ (útg. 1994)
Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."