Smækka letur Stækka letur

Framhaldsskólinn

Hér er að finna efni sem nýtast ætti í framhaldsskólum landsins. Annars vegar er um að ræða efni sem hentað getur fyrir nemendur og hins vegar efni fyrir kennara.

Bryddingar (2000).
Þorgerður Einarsdóttir.

Þessi bók er safn 14 greina sem Þorgerður Einarsdóttir skrifaði á árunum 1993 til 2000, fyrir utan eina sem er frá árinu 1987. Í greinunum kemur Þorgerður inn á það hvernig mannfólkið hefur skapað samfélagið eins og það er og þannig á það einnig að geta breytt því. Greinarnar eiga það þannig einnig sameiginlegt að vera umræður um jafnrétti kynjanna.
Útgefandi: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan

Gegnum súrt og sætt. Um íslenska karla í fæðingarorlofi (1998).
Þorgerður Einarsdóttir.
Í þessu riti eftir Þorgerði Einarsdóttur er að finna niðurstöður úr verkefni sem unnið var af Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar ásamt fleiri aðilum. Tekin voru eigindleg viðtöl við feður sem unnu hjá Reykjarvíkurborg og fengu kost á að taka þrjá mánuði í fæðingarorlof. Einnig voru tekin viðtöl við maka þeirra, samstarfsmenn og yfirmenn. Ritið getur hentað til fræðslu á efri stigum.
Útgefandi: Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar

Jöfn framtíð fyrir stráka og stelpur (2006).
Félagsmálaráðuneytið.
Um er að ræða vefsvæði á vef Félagsmálaráðuneytisins. Þar er að finna upplýsingar og hugmyndir um það hvernig hægt er að leiðbeina ungmennum á kynjameðvitaðan hátt um starfsval. Efninu er beint til ungmennanna, foreldra og kennara eða ráðgjafa. Efnið hentar fyrst og fremst unglingastigi en einnig má nýta það í framhaldsskólum.
Útgefandi: Félagsmálaráðuneytið

Karlmenn eru bara karlmenn (1997).
Ingólfur V. Gíslason
Þetta er rannsókn á viðhorfum og væntingum íslenskra karlmanna til jafnréttismála. Ingólfur tók viðtöl við 25 karlmenn á aldrinum 20 til 35 ára. Meginniðurstöður hans eru að vilji sé fyrir hendi hjá þessum hópi til að breyta ýmsu í þjóðfélaginu. Hann talar hins vegar einnig um þær hindranir sem eru í formgerð samfélagsins fyrir breytingum. Skýrsluna má nota til fræðslu á unglingastigi og í framhaldsskólum.
Útgefandi: Skrifstofa jafnréttismála

Kynjamyndir í skólastarfi (2005).
Ritstjórn: Arna H. Jónsdóttir, Steinunn Helga Lárusdóttir og Þórdís Þórðardóttir. 
Bókin er ætluð kennurum á ýmsum skólastigum og einnig nemendum á efri stigum. Hún tekur fyrir nám, kennslu og stjórnun skóla í ljósi kynjafræðinnar. Bókin skiptist í 11 kafla og fjalla þeir m.a. um kynferði og vísindi, karlmennsku og kvenleika, konur og kennslu og femínískar kenningar.
Útgefandi: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands

Píkutorfan (2000).
Linda Norrman Skugge, Belinda Olsson og Brita Zilg. Hugrún R. Hjaltadóttir og Kristbjörg Kristjánsdóttir þýddu.
Í bókinni er að finna 20 sjálfstæðar greinar um óskrifaðar reglur kynjahlutverkanna og hvernig höfundar greinanna hafa lent í þeim. Bókin var skrifuð af ungum femínistum í Svíþjóð með það að markmiði að virkja gagnrýna hugsun um þessi mál. Bókin ætti að henta unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskólum.
Útgefandi: Forlagið

Réttindi mín (1994).
Ritstjórn: Árný Elíasdóttir og Heimir Pálsson. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi. 
Bókin er gerð upp úr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skiptist hún í þrjú hefti ásamt hefti fyrir kennara í grunn- og framhaldsskólum. Fyrsta heftið er ætlað yngsta aldurshópnum, eða nánar til tekið börnum á fyrstu árum grunnskólagöngu og þeim sem ekki hafa enn hafið hana. Hefti númer tvö er ætlað börnum á miðstigi grunnskólans og þriðja heftið er svo fyrir elstu börnin eða fram að 18 ára aldri. Fjórða heftið er svo ætlað kennurum.
Útgefandi: Námsgagnastofnun og Dómsmálaráðuneytið

Sagan af Sylvíu og Darra (2000). Leikin íslensk mynd.
Leikstjórn: Ásthildur Kjartansdóttir.
Myndin hentar bæði fyrir unglingastig og framhaldsskóla. Sagan segir frá þeim Sylvíu og Darra sem eru ungt par sem er að hefja sambúð. Þegar sambúðin er hafin komast þau að því að hugmyndir þeirra um verkaskiptingu innan heimilisins er mjög ólík. Þegar þau eru bæði komin í góða vinnu eignast þau sitt fyrsta barn og fer þá að reyna á sambandið fyrir alvöru. Myndin er um 25 mínútur að lengd.
Útgefandi: Litla gula hænan

Ungt fólk og Jafnrétti (2006).
Ritstjórn: Berglind Rós Magnúsdóttir, Guðrún M. Guðmundsdóttir, Ingunn H. Bjarnadóttir og Kristín Ástgeirsdóttir.
Fræðsluhefti sem höfðar til ungs fólks. Það tekur á hugmyndinni um að kynjamisrétti sé ekki einkamál kvenna og hvernig það hefur neikvæð áhrif á samskipti kynjanna. Heftið er gert eftir erlendri fyrirmynd sem ber heitið Young Women´s Guide to Gender Equality in Europe. European Women´s Lobby gaf það upphaflega út en það hefur svo verið gefið út á ýmsum tungumálum síðan.
Útgefandi: óútgefið handrit

Jöfn framtíð fyrir stráka og stelpur (2006).
Félagsmálaráðuneytið.
Um er að ræða vefsvæði á vef Félagsmálaráðuneytisins. Þar er að finna upplýsingar og hugmyndir um það hvernig hægt er að leiðbeina ungmennum á kynjameðvitaðan hátt um starfsval. Efninu er beint til ungmennanna, foreldra og kennara eða ráðgjafa. Efnið hentar fyrst og fremst unglingastigi en einnig má nýta það í framhaldsskólum.
Útgefandi: Félagsmálaráðuneytið

Kynjamyndir í skólastarfi (2005).
Ritstjórn: Arna H. Jónsdóttir, Steinunn Helga Lárusdóttir og Þórdís Þórðardóttir. 
Bókin er ætluð kennurum á ýmsum skólastigum og einnig nemendum á efri stigum. Hún tekur fyrir nám, kennslu og stjórnun skóla í ljósi kynjafræðinnar. Bókin skiptist í 11 kafla og fjalla þeir m.a. um kynferði og vísindi, karlmennsku og kvenleika, konur og kennslu og femínískar kenningar.
Útgefandi: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands

Líkt og ólíkt. Kynjavíddin í uppeldisfræðilegri hugsun og starfi (1998).
Ritstjórn: Anne-Lise Arnesen. Ingólfur V. Gíslason þýddi.
Markmið bókarinnar er að koma kynjasjónarmiðunum að í kennaranámi og í skólum og leikskólum almennt. Hún byggir á reynslu norrænnar þróunarvinnu og er í raun endapunktur NORD-LILIA verkefnisins. En það fól í sér 62 þróunarverkefni í skólum á Norðurlöndunum. Bókin er ætluð kennaranemum, kennurum og áhugafólki um kyn og uppeldisfræði.
Útgefandi: Háskólaútgáfan

Menntun, forysta og kynferði (2007).
Guðný Guðbjörnsdóttir
Í bókinni fjallar Guðný um jafnréttisáhersluna sem kom upp í skólastarfi á 8. og 9. áratug síðustu aldar og það hvernig staða drengja í skólum er talin vera orðin lök. Hún tekur það fyrir hvað konur eru orðnar margar í menntakerfinu en jafnrétti sé þó ekki náð í launum og völdum þeirra. Bókin er ætluð nemendum í uppeldis- og kennslufræðum, kennurum, foreldrum og einnig stjórnmálamönnum og fjölmiðlafólki.
Útgefandi: Háskólaútgáfan


Nýir drengir og nýjar stúlkur – ný uppeldisstefna? (2004).
Ritstjórn: Ole Bredersen. Ingólfur V. Gíslason þýddi. 
Bókin sýnir fram á hversu margt það er sem er ólíkt fyrir stráka og stelpur. Þannig þurfa þau oft og tíðum á misjöfnum upplifunum að halda til að geta verið hamingjusöm. Þessi bók er því kjörin fyrir fólk sem kemur að uppeldismálum og kennslu á öllum skólastigum, einnig á leikskólum.
Útgefandi: Rafræn útgáfa
http://www.jafnretti.is/D10/_Files/Ny_uppeldisfraedi.pdf

Réttindi mín (1994).
Ritstjórn: Árný Elíasdóttir og Heimir Pálsson. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi.
Bókin er gerð upp úr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skiptist hún í þrjú hefti ásamt hefti fyrir kennara í grunn- og framhaldsskólum. Fyrsta heftið er ætlað yngsta aldurshópnum, eða nánar til tekið börnum á fyrstu árum grunnskólagöngu og þeim sem ekki hafa enn hafið hana. Hefti númer tvö er ætlað börnum á miðstigi grunnskólans og þriðja heftið er svo fyrir elstu börnin eða fram að 18 ára aldri. Fjórða heftið er svo ætlað kennurum.
Útgefandi: Námsgagnastofnun og Dómsmálaráðuneytið.

Upp úr hjólförunum – um mótun kynjanna (1989).
Mynd og bæklingur. Umsjón: Sigrún Stefánsdóttir.
Upp úr hjólförunum – um mótun kynjanna er annars vegar mynd og hins vegar bæklingur. Í myndinni og bæklingnum er tekin fyrir mótun kynjanna og hvað það er helst sem verður til þess að drengir og stúlkur fara í sitt hvora áttina hvað kynjamynstur varðar. Einnig eru teknar fyrir leiðir til þess að hindra þessa þróun þannig að einstaklingar af báðum kynjum séu færir um að sjá fyrir heimilinu og um uppeldi barna samhliða því. Myndin og bæklingurinn henta kennurum og foreldrum barna á miðstigi, unglingastigi og í framhaldsskólum.
Útgefandi: Námsgagnastofnun

Úr viðjum vanans (2003).
Halla Gunnarsdóttir.
Þetta er B.ed. ritgerð Höllu Gunnarsdóttur frá Kennaraháskóla Íslands og jafnframt fræðsla fyrir kennara og fólk sem starfar við uppeldismál. Í ritgerðinni er kynmótun og kynferðislegt ofbeldi tekið fyrir. Þar eru einnig hugmyndir að kennsluefni tengdu þessum málum. Í ritgerðinni er farið yfir það hvernig kynmótun samfélagsins viðheldur mismun kynjanna og upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi eru þannig grafnar niður.
Í hverjum kafla er að finna almenna fræðslu fyrir kennarann og í lok hvers kafla eru hugmyndir að því hvernig efnið er nýtt til kennslu.
Útgefandi: verkefni við Kennaraháskóla ÍslandsJafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."