Smækka letur Stækka letur

Grunnskólinn - yngsta stig

Hér er að finna lesefni fyrir kennara á yngsta stigi grunnskólans sem ætti að gefa þeim hugmyndir að því hvernig hægt er að koma jafnréttishugsuninni að í skólastarfinu.


Jafnréttishandbókin (2000).
Hafsteinn Karlsson og Stefanía Traustadóttir. Myndir Freydís Kristjánsdóttir.

Jafnréttishandbókin fjallar um jafnrétti í skólastarfi, þá ábyrgð sem skólarnir ættu að hafa í þeim málum og skyldur hans. Fjallað er um það hvernig hægt er að stuðla að jafnrétti innan skólanna með því að gera sér grein fyrir fjölbreytileika nemendanna innan þeirra. Bókin er ætluð kennurum á öllum stigum grunnskólans.
Útgefandi: Námsgagnastofnun

Karlmennska og jafnréttisuppeldi (2004).
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson.
Í þessari bók eru lagðar fram tillögur um jafnréttisuppeldi drengja. En þeir hafa verið taldir eiga undir högg að sækja í skólakerfinu eins og það hefur þróast til dagsins í dag. Ingólfur Ásgeir kemst þó að þeirri niðurstöðu að slökum námsárangri drengja sé ekki síst um að kenna hefðbundnum karlmennskuímyndum sem geta jafnframt verið drengjum skaðlegar. Í viðauka bókarinnar er að finna verkefni fyrir börn og unglinga, foreldra og börn og að lokum fyrir kennaranema. Bókin er ætluð kennurum allra stiga en nýtist öllum sem koma að uppeldi.
Útgefandi: Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum


Kynjamyndir í skólastarfi (2005).
Ritstjórn: Arna H. Jónsdóttir, Steinunn Helga Lárusdóttir og Þórdís Þórðardóttir.
Þessi bók er ætluð kennurum á ýmsum skólastigum og einnig nemendum á efri stigum. Hún tekur fyrir nám, kennslu og stjórnun skóla í ljósi kynjafræðinnar. Bókin skiptist í 11 kafla og fjalla þeir m.a. um kynferði og vísindi, karlmennsku og kvenleika, konur og kennslu og femínískar kenningar.
Útgefandi: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands 

Líkt og ólíkt. Kynjavíddin í uppeldisfræðilegri hugsun og starfi (1998).
Ritstjórn: Anne-Lise Arnesen. Ingólfur V. Gíslason þýddi.

Markmið þessarar bókar er að koma kynjasjónarmiðunum að í kennaranámi og í skólum og leikskólum almennt. Hún byggir á reynslu norrænnar þróunarvinnu og er í raun endapunktur NORD-LILIA verkefnisins. En það fól í sér 62 þróunarverkefni í skólum á Norðurlöndunum. Bókin er ætluð kennaranemum, kennurum og áhugafólki um kyn og uppeldisfræði.
Útgefandi: Háskólaútgáfan

Menntun, forysta og kynferði (2007).
Guðný Guðbjörnsdóttir

Í bókinni fjallar Guðný um jafnréttisáhersluna sem kom upp í skólastarfi á 8. og 9. áratug síðustu aldar og það hvernig staða drengja í skólum er talin vera orðin lök. Hún tekur það fyrir hvað konur eru orðnar margar í menntakerfinu en jafnrétti sé þó ekki náð í launum og völdum þeirra. Bókin er ætluð nemendum í uppeldis- og kennslufræðum, kennurum, foreldrum og einnig stjórnmálamönnum og fjölmiðlafólki.
Útgefandi: Háskólaútgáfan

Nýir drengir og nýjar stúlkur – ný uppeldisstefna? (2004).
Ritstjórn: Ole Bredersen. Ingólfur V. Gíslason þýddi.

Þetta er bók sem sýnir fram á hversu margt það er sem er ólíkt fyrir stráka og stelpur. Þannig þurfa þau oft og tíðum á misjöfnum upplifunum að halda til að geta verið hamingjusöm. Þessi bók er því kjörin fyrir fólk sem kemur að uppeldismálum og kennslu á öllum skólastigum, einnig á leikskólum.
Útgefandi: Rafræn útgáfa
http://www.jafnretti.is/D10/_Files/Ny_uppeldisfraedi.pdf


Réttindi mín (1994).
Ritstjórn: Árný Elíasdóttir og Heimir Pálsson. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi.
Þessi bók er gerð upp úr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skiptist hún í þrjú hefti ásamt hefti fyrir kennara í grunn- og framhaldsskólum. Fyrsta heftið er ætlað yngsta aldurshópnum, eða nánar til tekið börnum á fyrstu árum grunnskólagöngu og þeim sem ekki hafa enn hafið hana. Hefti númer tvö er ætlað börnum á miðstigi grunnskólans og þriðja heftið er svo fyrir elstu börnin eða fram að 18 ára aldri. Fjórða heftið er svo ætlað kennurum.
Útgefandi: Námsgagnastofnun og Dómsmálaráðuneytið


Verndum þau (2006).
Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir.

Bókin fjallar um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Einnig um það hvernig bregðast eigi við ef grunur vaknar um slíkt. Tekið er fyrir kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi, einnig er fjallað um vanrækslu. Bókin er ætluð öllum sem starfa með börnum og unglingum. Hún hentar því leikskóla- og grunnskólakennurum en einnig þeim sem starfa með börnum og unglingum í félags-, íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Útgefandi: Mál og menning
Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."