Smækka letur Stækka letur

Vogaskóli

Jafnréttisfræðsluverkefni skólans verður unnið með nemendum í fjórða og sjötta bekk. Í fjórða bekk eru nemendur að læra um landnám Íslands og í sjötta bekk læra þau um Snorra Sturluson. Sérstök áhersla verður lögð á þátt kvenna í sögunni. Fjórði bekkur ætlar að flétta inn í sögurammann jafnréttisáætlun og sjötti bekkur ætlar að nýta Snorra verkefnið inn í jafnréttisfræðsluna.

Jafnrétti kynjanna frá landnámi til vorra daga - 4. bekkur
Jafnréttisfræðsluverkefni fjórða bekkjar.
Sögurammi fyrir 4. bekk grunnskóla

1. Verkefnið kynnt fyrir nemendum og hugtakið jafnrétti kynjanna skoðað.
2. Verkaskipting á heimilum. Kvennastétt og karlastétt, hvers vegna?
3. Jafnrétti og ójafnrétti kynjanna.
4. Hvernig velur fólk húsnæði sitt og hvernig fóru landnámsmenn að?
5. Ræddum um muninn á hvernig landnámskonan nam landið og hvernig landnámsmaðurinn nam sitt land.
6. Byrjuðum að búa til landnámsskála landnámsmannsins og einbýlishús nútímamannsins.
7. Héldum áfram að búa til landnámsskála landnámsmannsins og einbýlishús nútímamannsins.
8. Kláruðum innanstokksmuni. Hvaða þarf nútímamaðurinn í sitt hús? Hvað þurfti landnámsmaðurinn í sinn skála?
9. Hvað segja börnin? Börnin skráðu niður hvað þau hafa lært af verkefninu og hvað þeim finnst um það.
10. Byrjuðum á fólkinu. Hvernig leit fólkið út á landnámsöld? Hvernig voru klæðin? Hvernig lítur fólk út i dag? Er einhver munur? Skiptir máli hvaða liti við veljum í fötin á dúkkulísurnar? Segja fötin til um hlutverk, stöðu eða kannski jafnrétti?
11. Kláruðum fólkið og byrjuðum á farartæki landnámsmannsins. Höfðu kynin sama hlutverk í langskipinu? Hver notaði langskipið og hvers vegna?
12. Að setja sig í spor gagnstæðs kyns.
13. Kláruðum farartækin nútímamannsins og bárum þau saman við farartæki landnámsmannsins. Hver stjórnar og notar bifreiðar og flugvélar? Hafa kynin jafna möguleika á t.d.atvinnu tengda farartækjunum?
14. Jafnrétti kynjanna - Hvað er til bóta?
15. Að setja sig í spor gagnstæðs kyns – leikræn tjáning.
Þessi skýrsla er framhald af skýrslu 12.

16. Undirbúningur fyrir bekkjarkvöld 8. desember 2008.
17. Bekkjarkvöld 8. desember og sýning á sal 11. desember.
18. Upptaka á stafrænt form. Verkefnið rifjað upp og nemendur kynna verkefnið.
19. Svör við spurningum sem lagðar voru til grundvallar á vinnufundi miðvikudaginn 7. janúar.
20. Börnin bjuggu til leikþátt sem þeir Steinarr og Úlfar tóku upp og verður hann hluti af heimildamyndinni.
21. Öskudagur - Póstur frá foreldri í 4.S.U.
22. Ég get það sem ég vil. 
23. Jafnréttisklípusaga.

Verkefni og verkefnablöð
1. Jafnrétti og ójafnrétti kynjanna.
2a. Að setja sig í spor gagnstæðs kyns / stelpur.
2b. Að setja sig í spor gagnstæðs kyns / strákar.
3.  Hvað er til bóta?
4. Ég get það sem ég vil.
5. Jafnréttisklípusaga

Jafnrétti kynjanna frá landnámi til vorra daga - 6. bekkur
Jafnréttisfræðsluverkefni sjötta bekkjar.Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."