Smækka letur Stækka letur

Lækjarskóli

Jafnréttisfræðsluverkefni Lækjarskóla fékk heitið „Jafnréttislestin“. Markmið verkefnisins er að efla jafnréttisfræðslu og meðvitund nemenda um jafnrétti í skólanum og í samfélaginu almennt. 

Stýrihópur innan skólans samanstendur af 8 nemendum úr 9. bekk ásamt námsráðgjafa. Hópurinn hittist reglulega og hefur ákveðið hvaða verkefni verða tekin fyrir í 9. bekk í vetur. 

Nemendur horfa á bíómynd „með kynjagleraugum“ - Verkefnablað
Nemendur í níunda bekk skoðuðu bíómyndina: „Meet the fockers“ og fengu áður í hendur verkefni með spurningum sem þau áttu að hafa í huga á meðan þeir horfðu á myndina. Á eftir var nemendum svo skipt í hópa til að vinna með viðfangsefnið. Verkefnið mæltist vel fyrir. Margir nemendanna voru búnir að sjá myndina áður, en að þessu sinni leituðust þeir við skoða hana með kynjagleraugum.
Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."