Smækka letur Stækka letur

Jafnréttistorg í Háskólanum á Akureyri
Kennaradeild með fundaröð um jafnréttismál
Kennarar við kennardeild háskólans á Akureyri hafa undanfarnar vikur staðið fyrir fundaröð um jafnréttismál tengd skólastarfi. Fyrirlestrarnir hafa verið mjög vel sóttir og hafa nemendur og kennarar úr skólum bæjarins hlýtt á og haft gagn og gaman af.
Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við kennaradeild HA reið á vaðið miðvikudaginn 23. janúar sl. og flutti erindi sitt: Prúðar prinsessur og svellkaldir sjóræningjar en í því fjallaði hún um áhrif barnaefnis á mótun sjálfsmyndar barna og skilning þeirra á samfélaginu. Hún komst að þeirri niðurstöðu að börn lifi sig inn í sögur og myndir; máti ný hlutverk, læri að setja sig í spor annarra og kynnist hinum ýmsu óskráðu reglum samfélagsins - ekki síst ólíkum hlutverkum kynjanna í barnaefni og bókmenntum. Brynhildur telur að barnaefni verði að vera nútímalegra og forðast beri að viðhalda úreltum staðalmyndum.

Viku seinna, 30. janúar flutti Andrea Hjálmsdóttir, lektor erindi um hugmyndir unglinga um jafnrétti. Andrea greindi frá niðurstöðum nýjustu rannsókna er varða viðhorf 10. bekkinga til jafnréttis og verkaskiptingar kynjanna. Þær gefa til kynna að um stöðnun sé að ræða í hugmyndum unga fólksins til jafnréttismála og að samfélagið þurfi að taka hlutverk sitt í jafnréttisuppeldi mun fastari tökum en verið hefur. Nemendur 10. bekkjar Brekkuskóla fjölmenntu á fyrirlesturinn og settu skemmtilegan svip á áhorfendahópinn, svo margir sóttu fyrirlesturinn að honum var varpað úr hátíðarsal háskólans yfir í nærliggjandi stofu.

Fréttamaður RÚV var á staðnum og ræddi við nokkra nemendur úr Brekkuskóla um jafnréttismál auk þess að ræða við Andreu sjálfa. Viðtölin voru leikin í Síðdegisútvarpi Rásar 2 og má finna á heimasíðu RÚV hér. Innslagið hefst á tímanum 60:40.

Næst komandi fimmtudag 7. febrúar mun Kristín Dýrfjörð lektor við kennaradeild HA flytja erindi á jafnréttistorgi undir yfirskriftinni: Jafnréttishugsun í skólum í stofu N-101 milli kl. 12.00-13.00. 

Kristín mun fjalla um fylgirit nýrrar aðalnámskráa, rit um jafnrétti sem Þórður Kristinsson framhaldsskólakennari og hún tóku saman. Í því er farið yfir bæði kenningar og hugmyndir um jafnréttismál. Þar er því haldið fram að jafnréttismál séu mannréttindamál og undirstaða lýðræðis og sjálfbærni. Þau snerti allt skólastarf og það sé allra sem vinna í skólum að standa vörð um og efla jafnrétti og jafnréttishugsun . Á torginu verður ritið kynnt, fjallað um þá hugmyndafræði sem þar er lögð til grundvallar og hvernig höfundar sjá ritið nýtast skólafólki.

Erindin eru aðgengileg á Vefvarpi háskólans

Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."