Smækka letur Stækka letur

Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum
Fræðsluþing fyrir tengiliði og annað starfsfólk grunnskóla
Ísland er aðili að samningi Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Í nóvember 2011 fól ríkisstjórnin verkefnisstjórn með fulltrúum úr innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti að undirbúa vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum í samræmi við ákvæði í samningnum. Alþingi veitir fjármagn í þessa vitundarvakningu sem beinist að börnum, fólki sem starfar með börnum og réttarvörslukerfinu.

Í október fór fræðsluteymi með sérþekkingu á samningi Evrópuráðsins og kynferðislegu ofbeldi í fræðsluherferð í alla landshluta sem fólst í eins dags málþingum með fulltrúum grunnskóla. Þar fór fram fræðsla og umræða um Evrópusáttmálann, skyldur grunnskólans, einkenni þolenda kynferðisofbeldis, gerendur kynferðisofbeldis og hagnýta þætti sem auðvelda meðferð mála þegar um kynferðisbrot gegn börnum og unglingum er að ræða. Sérfræðingar frá ólíkum stofnunum fluttu erindi og stjórnuðu vinnustofum um málefnið.

Fræðsluþingin voru mjög vel sótt en þau fóru fram í Borgarnesi, á Akureyri, Egilsstöðum, Hvolsvelli, Ísafirði og í Reykjavík. Í kjölfar fræðsluherferðarinnar munu nemendur í 2. bekk um land allt fá að sjá brúðuleikritið Krakkarnir í hverfinu en sýningin verður skólunum að kostnaðarlausu. Fræðslu verður einnig beint að nemendum í 10. bekk sem munu m.a. fá að sjá nýja stuttmynd um um mörkin milli ofbeldis og kynlífs.

Árið 2013 verður haldið áfram með fræðslu fyrir skólana og fyrirhuguð eru námskeið fyrir dómstóla, lögreglu og ákæruvald þar sem farið verður yfir meginatriði Evrópusamningsins og reglna um barnvinsamlegt réttarkerfi. Sáttmáli Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri misneytingu gegn börnum verður þýddur og vefútgáfa gerð aðgengileg.

Verkefnisstjórn innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis heldur utan um átakið og hægt er að nálgast fyrirlestra frá fræðsluþingunum og nánari upplýsingar á vefslóðinni: www.vel.is/vitundarvakning  
 


Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."