Smækka letur Stækka letur

Jafnréttisfræðsla hjá Reykjavíkurborg

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar og Skóla- og frístundasvið með stuðningi Jafnréttisstofu hafa tekið höndum saman um jafnréttisfræðslu fyrir kennara í leik- og grunnskólum og starfsfólk í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum borgarinnar.
 
Fræðslan er mikilvæg í ljósi þess að í nýrri aðalnámskrá grunnskóla er jafnrétti ein af grunnstoðum menntunar. Auk þess er tilgreint í jafnréttislögum, sbr. 23. grein, að á öllum skólastigum skuli nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. sé lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem fjölskyldu- og atvinnulífi. Einnig segir í sömu grein að kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal íþrótta- og tómstundastarfi. 

Jafnréttisfræðslan felst í fyrirlestrum og umræðum um jafnrétti á Íslandi á starfsmannafundum frístundaheimila, félagsmiðstöðva og leikskóla og á kennarafundum í grunnskólum. Fyrirlestrunum er ætlað að vera fræðandi en einnig að kveikja áhuga kennara og starfsfólks félagsmiðstöðva og frístundaheimila á málefninu.

Áherslur á fræðslufundunum eru með mismunandi hætti eftir því hvar fræðslan fer fram. Í grunn- og leikskólum er vakin athygli á þætti jafnréttis í aðalnámskrá og þeirri skyldu skv. lögum að fræða nemendur um jafnréttismál. Í félagsmiðstöðvum er fjallað um sjálfsmynd, kynhegðun og klámvæðingu. Sýnt er með dæmum hvernig flétta má jafnréttisáherslur inn í kennslu og uppeldisstarf. Kynntur er upplýsingabanki um jafnréttismál og jafnréttisfræðslu þar sem finna má ýmislegt kennslu- og fræðsluefni ásamt hugmyndum að verkefnum um jafnrétti. Upplýsingabankinn er og verður áfram í þróun og eru ábendingar um gott efni inn í hann vel þegnar. 
 


Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."