Smækka letur Stækka letur

Jafnréttistorg í Háskólanum á Akureyri
Kennaradeild með fundaröð um jafnréttismál
Kennarar við kennardeild háskólans á Akureyri hafa undanfarnar vikur staðið fyrir fundaröð um jafnréttismál tengd skólastarfi. Fyrirlestrarnir hafa verið mjög vel sóttir og hafa nemendur og kennarar úr skólum bæjarins hlýtt á og haft gagn og gaman af.

Lesa


Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum
Fræðsluþing fyrir tengiliði og annað starfsfólk grunnskóla
Ísland er aðili að samningi Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Í nóvember 2011 fól ríkisstjórnin verkefnisstjórn með fulltrúum úr innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti að undirbúa vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum í samræmi við ákvæði í samningnum. Alþingi veitir fjármagn í þessa vitundarvakningu sem beinist að börnum, fólki sem starfar með börnum og réttarvörslukerfinu.

Lesa


Jafnréttisfræðsla hjá Reykjavíkurborg
Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar og Skóla- og frístundasvið með stuðningi Jafnréttisstofu hafa tekið höndum saman um jafnréttisfræðslu fyrir kennara í leik- og grunnskólum og starfsfólk í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum borgarinnar.

Lesa


Grunnskólarnir á Akureyri í fararbroddi þegar kemur að jafnréttisáætlunum
Akureyrarbær hefur í gegnum sína jafnréttisstefnu og með ötulu starfi Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur framkvæmdastjóra Samfélags- og mannréttindadeildar bæjarins komið því til leiðar að allir grunnskólar bæjarins hafa sett sér aðgerðabundnar jafnréttisáætlanir. Skólarnir skila jafnréttisáætlununum inn til Samfélags- og mannréttindaráðs sem tekur þær til umfjöllunar. 


Lesa
Skráðar fréttir: 99 - Síða: 1 af 25

Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa
Þessi vefur er hannaður af D10.is
D10.is
Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum
Jafnréttisstofa | Borgum v/Norðurslóð | 600 Akureyri
bergljot[at]jafnretti.is | sími 460-6200 Hafðu samband

Fræðslufulltrúi Jafnréttisstofu
Bergljót Þrastardóttir

bergljot[at]jafnretti.is Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð sími 460-6200

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.

Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Samstarfsverkefni Reykjavíkur, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Jafnréttisstofu, félags- og tryggingmálaráðuneytisins sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum.

Helga Helgadóttir
MA ritgerð

"...drengir og stúlkur hugsa ekki á sama hátt um störf. Náms- og starfsráðgjafar þurfa að vera meðvitaðir um að það er mögulegt og jafnframt æskilegt að hafa áhrif á þessa hugsun."